Minnir á Svartaskóg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2017 09:30 "Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir Brynjar Karl. Mynd/Hildur Hauksdóttir „Ég kem örlítið inn á það hvernig lífið var á upphafsárum berklahælisins á Kristnesi þegar dauðinn var þar daglegt brauð, og líka eldsvoðann 1931 þegar efsta hæðin brann. En fyrst og fremst skyggnist ég inn í skemmtilegt og sérstakt samfélag í miðri Eyjafjarðarsveit og skrifa um íbúa þess,“ segir Brynjar Karl Óttarsson grunnskólakennari um bók sína Lífið í Kristnesþorpi – Frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu. Hann segir þar um nálega 100 manna samfélag að ræða, umvafið gróðri. „Það minnir mig svolítið á þættina um sjúkrahúsið í Svartaskógi sem voru í sjónvarpinu á árum áður,“ segir hann glaðlega. Brynjar Karl er grunnskólakennari sem eftir fimmtán ár í því starfi tók sér launalaust leyfi í vetur til að skrifa. Þessi nýútkomna bók hans er hliðarafurð af öðru stærra verkefni sem hann hefur unnið að í hálfan annan áratug, það er saga berklasjúklinganna á Kristneshæli. Stefnan er að gefa hana út í haust. „Það verður dramatík,“ lofar hann. Þegar ég næ í Brynjar Karl er hann nýkominn frá Húsavík „á bókabílnum“, eins og hann kallar heimilisbílinn núna. „Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir hann. „Ég stend í þessu einn, skrifa bókina, gef hana út og sé um söluna,“ bætir hann við og tekur því vel þegar honum er líkt við litlu gulu hænuna.Kristnesspítali er báknið í þorpinu.Sjálfur kveðst Brynjar Karl hafa alist upp í Kristnesþorpi og starfað þar á sumrin í mörg ár við umhirðu lóða, bæði meðan spítalinn var ríkisstofnun og líka eftir að Sjúkrahús Akureyrar tók við rekstrinum 1993. „Þá voru þar enn nokkrir gamlir berklasjúklingar sem hafði dagað þar uppi og Kristnes orðið heimili þeirra,“ lýsir hann. Útgáfufyrirtæki Brynjars Karls, Grenndargralið er sprotafyrirtæki. Undirtitill þess er Gersemar úr sögu og menningu heimabyggðar. Það byrjaði sem skólaþróunarverkefni. „Allt sem ég geri, hvort sem það er í tengslum við skólamál eða bókaútgáfu, tengist sögu og menningu Eyjafjarðar,“ segir hann. „Markmiðið er að koma á framfæri við almenning öllu því skemmtilega sem saga byggðarinnar okkar býr yfir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017 Lífið Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég kem örlítið inn á það hvernig lífið var á upphafsárum berklahælisins á Kristnesi þegar dauðinn var þar daglegt brauð, og líka eldsvoðann 1931 þegar efsta hæðin brann. En fyrst og fremst skyggnist ég inn í skemmtilegt og sérstakt samfélag í miðri Eyjafjarðarsveit og skrifa um íbúa þess,“ segir Brynjar Karl Óttarsson grunnskólakennari um bók sína Lífið í Kristnesþorpi – Frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu. Hann segir þar um nálega 100 manna samfélag að ræða, umvafið gróðri. „Það minnir mig svolítið á þættina um sjúkrahúsið í Svartaskógi sem voru í sjónvarpinu á árum áður,“ segir hann glaðlega. Brynjar Karl er grunnskólakennari sem eftir fimmtán ár í því starfi tók sér launalaust leyfi í vetur til að skrifa. Þessi nýútkomna bók hans er hliðarafurð af öðru stærra verkefni sem hann hefur unnið að í hálfan annan áratug, það er saga berklasjúklinganna á Kristneshæli. Stefnan er að gefa hana út í haust. „Það verður dramatík,“ lofar hann. Þegar ég næ í Brynjar Karl er hann nýkominn frá Húsavík „á bókabílnum“, eins og hann kallar heimilisbílinn núna. „Ég var dálítið seinn með útgáfuna fyrir jólin, þannig að mín vertíð hefur verið milli hátíðanna og nú í byrjun árs,“ segir hann. „Ég stend í þessu einn, skrifa bókina, gef hana út og sé um söluna,“ bætir hann við og tekur því vel þegar honum er líkt við litlu gulu hænuna.Kristnesspítali er báknið í þorpinu.Sjálfur kveðst Brynjar Karl hafa alist upp í Kristnesþorpi og starfað þar á sumrin í mörg ár við umhirðu lóða, bæði meðan spítalinn var ríkisstofnun og líka eftir að Sjúkrahús Akureyrar tók við rekstrinum 1993. „Þá voru þar enn nokkrir gamlir berklasjúklingar sem hafði dagað þar uppi og Kristnes orðið heimili þeirra,“ lýsir hann. Útgáfufyrirtæki Brynjars Karls, Grenndargralið er sprotafyrirtæki. Undirtitill þess er Gersemar úr sögu og menningu heimabyggðar. Það byrjaði sem skólaþróunarverkefni. „Allt sem ég geri, hvort sem það er í tengslum við skólamál eða bókaútgáfu, tengist sögu og menningu Eyjafjarðar,“ segir hann. „Markmiðið er að koma á framfæri við almenning öllu því skemmtilega sem saga byggðarinnar okkar býr yfir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017
Lífið Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira