Jón Arnór: Var ekkert brjálæðislega góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 22:40 Jón Arnór stimplaði sig inn í Domino's deildina með látum. Vísir/S2Sport „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
„Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45
Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15