„Tekið fáránlega vel á móti“ strákunum í Kína þar sem sjö nýliðar geta þreytt frumraun sína Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 11:30 Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Sjá meira
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Sjá meira
Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45
Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30
Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30