Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2017 11:15 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi um mögulega stjórnarmyndun. Vísir/Eyþór Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11