Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2017 11:15 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi um mögulega stjórnarmyndun. Vísir/Eyþór Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11