Bálköstur tilbúinn í 90 áramótabrennur um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2016 18:40 Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira