Stjörnustríð í fjörutíu ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. desember 2016 15:00 A New Hope sló öll met þegar hún kom í bíóhús árið 1977. NordicPhotos/Getty Á næsta ári verða Stjörnustríðsmyndirnar 40 ára og að því tilefni tökum við á Lífinu saman tímalínu frumsýninga myndanna sem hingað til hafa komið. Á dögunum var frumsýnd kvikmyndin Rogue One, sú fyrsta í hinum svokallaða Star Wars: Anthology sagnabálki, en það eru í myndir sem gerast í Star Wars heiminum en eru þó ekki hluti sama söguþræði og „aðalmyndirnar.“ Margir aðdáendur Star Wars myndanna biðu gríðar spenntir enda alltaf mikil spenna í kringum útgáfu nýjustu mynda í þessari röð kvikmynda sem á næsta ári verður fjörutíu ára gömul, hvorki meira né minna.Carrie Fisher og Harrison Ford kynna The Empire Strikes Back árið 1980.Vísir/Getty1977 Fyrsta Star Wars myndin, A New Hope, kemur í kvikmyndahús. Myndin var gríðarlega vinsæl og nýtt æði fæddist.A New Hope þénaði 786 milljónir dollara á heimsvísu.1980 Þremur árum síðar kemur framhaldið The Empire Strikes Back. Í fyrstu var henni ekki tekið jafn vel af gagnrýnendum en hefur með tíð og tíma orðið ákaflega vinsæl og af mörgum talin besta Star Wars myndin.The Empire Strikes Back þénaði 534 milljónir dollara á heimsvísu.1983 Eftir önnur þrjú ár kemur Return of the Jedi, síðasta myndin í þríleiknum út. Margir Star Wars nördar líta svo á að þetta hafi verið síðasta Star Wars myndin.Return of the Jedi þénaði 572 milljónir dollara á heimsvísu.Um allan heim var beðið með eftirvæntingu eftir Return of the Jedi árið 1983. Hér bíður fólk fyrir utan kvikmyndahús í Kanada löngu áður en sýningar hófustVísir/Getty1999 En staðreyndin er sú að Episode I – The Phantom Menace er bíómynd sem er til í alvörunni. The Phantom Menace þótti leggja meira upp úr tæknibrellum á meðan söguþráður og leikur var að virtist bara aukaatriði.The Phantom Menace þénaði 1.027 milljónir dollara á heimsvísu.2002 Þremur árum síðar kom út Attack of the Clones. Aðdáendum Star Wars þótti hún eilítið betri en The Phantom Menace en staðreyndin var enn sú að söguþráðurinn var mjög undarlegur og tæknibrellurnar enn í aðalhlutverki.Attack of the Clones þénaði 656 milljónir dollara á heimsvísu.2005 Langskásta myndin úr Prequel seríunni er af mörgum talinn vera sú síðasta, Revenge of the Sith.Revenge of the Sith þénaði 848 milljónir dollara á heimsvísu.Höfundur Stjörnustríðs, George Lucas, kynnir The Phantom Menace árið 1999.2015 Tíu árum síðar er Disney komið í spilið, George Lucas ekki með puttana í öllu og J.J. Abrams heldur um leikstjórnartaumana og út kemur hin prýðilega The Force Awakens sem er framhald Return of the Jedi og fyrsta myndin í nýjum framhalds þríleik.The Force Awakens þénaði 2.059 milljónir dollara á heimsvísu.2016 Á dögunum kom Rogue One út og hlaut viðtökur.2017 Í desember á næsta ári kemur næsta mynd í framhaldsseríunni út en hún hefur ekki enn hlotið titil en er sú áttunda í Star Wars sögunni.2018 Eftir tvö ár er það inn skrautlegi Han Solo sem verður tekinn fyrir í Anthology seríunni.Það var múgur og margmenni á frumsýningu The Force Awakens í London í desember í fyrra. Myndin kveikti von í brjóstum Star Wars aðdáenda og þótti vel heppnuð.Vísir/Getty Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15 Rogue One gífurlega vel tekið Með næststærstu opnunarhelgi í desember í sögu kvikmynda. 18. desember 2016 16:57 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Á næsta ári verða Stjörnustríðsmyndirnar 40 ára og að því tilefni tökum við á Lífinu saman tímalínu frumsýninga myndanna sem hingað til hafa komið. Á dögunum var frumsýnd kvikmyndin Rogue One, sú fyrsta í hinum svokallaða Star Wars: Anthology sagnabálki, en það eru í myndir sem gerast í Star Wars heiminum en eru þó ekki hluti sama söguþræði og „aðalmyndirnar.“ Margir aðdáendur Star Wars myndanna biðu gríðar spenntir enda alltaf mikil spenna í kringum útgáfu nýjustu mynda í þessari röð kvikmynda sem á næsta ári verður fjörutíu ára gömul, hvorki meira né minna.Carrie Fisher og Harrison Ford kynna The Empire Strikes Back árið 1980.Vísir/Getty1977 Fyrsta Star Wars myndin, A New Hope, kemur í kvikmyndahús. Myndin var gríðarlega vinsæl og nýtt æði fæddist.A New Hope þénaði 786 milljónir dollara á heimsvísu.1980 Þremur árum síðar kemur framhaldið The Empire Strikes Back. Í fyrstu var henni ekki tekið jafn vel af gagnrýnendum en hefur með tíð og tíma orðið ákaflega vinsæl og af mörgum talin besta Star Wars myndin.The Empire Strikes Back þénaði 534 milljónir dollara á heimsvísu.1983 Eftir önnur þrjú ár kemur Return of the Jedi, síðasta myndin í þríleiknum út. Margir Star Wars nördar líta svo á að þetta hafi verið síðasta Star Wars myndin.Return of the Jedi þénaði 572 milljónir dollara á heimsvísu.Um allan heim var beðið með eftirvæntingu eftir Return of the Jedi árið 1983. Hér bíður fólk fyrir utan kvikmyndahús í Kanada löngu áður en sýningar hófustVísir/Getty1999 En staðreyndin er sú að Episode I – The Phantom Menace er bíómynd sem er til í alvörunni. The Phantom Menace þótti leggja meira upp úr tæknibrellum á meðan söguþráður og leikur var að virtist bara aukaatriði.The Phantom Menace þénaði 1.027 milljónir dollara á heimsvísu.2002 Þremur árum síðar kom út Attack of the Clones. Aðdáendum Star Wars þótti hún eilítið betri en The Phantom Menace en staðreyndin var enn sú að söguþráðurinn var mjög undarlegur og tæknibrellurnar enn í aðalhlutverki.Attack of the Clones þénaði 656 milljónir dollara á heimsvísu.2005 Langskásta myndin úr Prequel seríunni er af mörgum talinn vera sú síðasta, Revenge of the Sith.Revenge of the Sith þénaði 848 milljónir dollara á heimsvísu.Höfundur Stjörnustríðs, George Lucas, kynnir The Phantom Menace árið 1999.2015 Tíu árum síðar er Disney komið í spilið, George Lucas ekki með puttana í öllu og J.J. Abrams heldur um leikstjórnartaumana og út kemur hin prýðilega The Force Awakens sem er framhald Return of the Jedi og fyrsta myndin í nýjum framhalds þríleik.The Force Awakens þénaði 2.059 milljónir dollara á heimsvísu.2016 Á dögunum kom Rogue One út og hlaut viðtökur.2017 Í desember á næsta ári kemur næsta mynd í framhaldsseríunni út en hún hefur ekki enn hlotið titil en er sú áttunda í Star Wars sögunni.2018 Eftir tvö ár er það inn skrautlegi Han Solo sem verður tekinn fyrir í Anthology seríunni.Það var múgur og margmenni á frumsýningu The Force Awakens í London í desember í fyrra. Myndin kveikti von í brjóstum Star Wars aðdáenda og þótti vel heppnuð.Vísir/Getty
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15 Rogue One gífurlega vel tekið Með næststærstu opnunarhelgi í desember í sögu kvikmynda. 18. desember 2016 16:57 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15
Rogue One gífurlega vel tekið Með næststærstu opnunarhelgi í desember í sögu kvikmynda. 18. desember 2016 16:57