Skíðafólk ársins valið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2016 18:00 Skíðafólk ársins 2016. mynd/skíðasamband íslands Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira