Skíðafólk ársins valið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2016 18:00 Skíðafólk ársins 2016. mynd/skíðasamband íslands Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira