Materazzi ennþá að stríða Zidane tíu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 11:30 Materazzi liggur í grasinu eftir skalla Zidane Vísir/Getty Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira