Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 06:00 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin íþróttamaður ársins í fyrra. mynd/hafliði breiðfjörð Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira