Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 06:00 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin íþróttamaður ársins í fyrra. mynd/hafliði breiðfjörð Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira