Ég þurfti aðeins að sanna mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2016 06:30 Ársins 2016 verður minnst sem árs margra frábærra íþróttaafreka, ekki síst hjá íslenskum kvenkylfingum. Valdís Þóra Jónsdóttir kórónaði frábært ár er hún tryggði sér annað sætið á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Þar með er ljóst að hún mun keppa við marga af bestu kylfingum Evrópu og heimsins alls á sterkum mótum á næsta ári. Valdís Þóra fetar þar með í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem vann þetta sama afrek fyrir ári. Ólafía Þórunn mun reyndar ekki keppa á Evrópumótaröðinni á næsta ári þar sem hún komst í gegnum úrtökumótin fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi. Ekki leikur nokkur vafi á því að þarna er um að ræða tvo bestu kvenkylfinga Íslands. Er nærtækast að líta til árangurs þeirra á Íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Báðar bættu þær vallarmet og báðar voru með betra skor en Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistarinn í karlaflokki. Ólafía Þórunn bar sigur úr býtum á mótinu með því að spila á ellefu höggum undir pari, tveimur betur en Valdís Þóra sem var í forystu fyrir lokahringinn. Þess ber að geta að næsti kylfingur var fjórtán höggum á eftir Valdísi Þóru – slíkir voru yfirburðirnir.Ná betri stjórn á tilfinningunum Þetta var í fjórða sinn sem Valdís Þóra reyndi að komast á Evrópumótaröðina en spilamennska hennar um helgina gefur til kynna að hún hafi tekið miklum framförum og sé reiðubúin að ná enn lengra á nýju ári. Hún varð fyrir því óláni í fyrra að veikjast skömmu fyrir mótið og það dró úr henni allan mátt að hennar sögn. „Ég missti allan kraft þegar komið var fram á fjórða hring í fyrra. En þetta var allt annað og miklu betra núna, bæði líkamlega og andlega. Ég hef unnið mikið með íþróttasálfræðingi og það er að skila sér núna. Árið var ef til vill ekki frábært en það var fínt að enda það svona vel,“ segir hún. Valdís Þóra segir að hún hafi viljað styrkja andlega þáttinn til að ná betri stjórn á tilfinningum sínum. „Ég vildi ekki fara of hátt þegar vel gengur og ekki of langt niður þegar illa gengur. Ég hef líka þroskast með árunum og það endurspeglast í minni spilamennsku.“Aldrei á jafn lágu skori Eins og sjá má hér fyrir neðan var spilamennska Valdísar Þóru frábær á mótinu. Hún var fjóra hringi undir pari og þann fimmta á pari. „Ég hef aldrei verið á svona lágu skori áður og ég hef verið að sjá mikla lækkun í meðalskori yfir allt árið.“ Hún segir að næsta ár hafi verið algjörlega óráðið hjá sér, þegar enn var óljóst hvort hún kæmist á Evrópumótaröðina. „Ég var alls ekkert á því að fara að gefast upp. En það var minna stress á mér og ég kom hingað til að njóta þess að spila. Ég ætla að halda mínu striki á næsta ári og halda áfram að vinna í að bæta mig á öllum sviðum með þjálfurunum mínum. Þá hlýtur þetta allt saman að fara að smella.“Valdís Þóra hefur tekið miklum framförum að undanförnu.mynd/gsíBrjóta ísinn fyrir aðra Hún segir að árangur Ólafíu Þórunnar á árinu hafi verið henni hvatning. Hún hafi viljað sýna að hún sé einnig fær um að ná langt á stóra sviðinu. „Ég samgladdist henni mjög enda hefur hún náð algjörlega frábærum árangri. En ég þurfti aðeins að sanna mig og sýna að ég væri ekki mörgum gæðaflokkum fyrir neðan hana. Ég tel að ég sé jafn góð og hún og að við séum tveir bestu kvenkylfingar landsins,“ segir hún. „Við erum nú að brjóta ísinn fyrir aðra íslenska kylfinga – sýna að þetta er hægt þrátt fyrir að við komum frá Íslandi.“ Þeir sem komast inn á Evrópumótaröðina í gegnum úrtökumót fá ekki sjálfkrafa keppnisrétt á öllum mótum. Það sýndi sig á þessu ári þegar Ólafía Þórunn komst aðeins inn á sex mót. Það gæti þó skipt máli að Valdís Þóra hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu því það setur hana ofarlega á biðlista fyrir mót. „Ég stefndi á að vera á meðal fimmtán efstu fyrir mót en Hlynur Geir [Hjartarson, þjálfari Valdísar] hvatti mig til þess að stefna enn hærra – á topp tíu eða jafnvel topp fimm. Af hverju ætti ég ekki að gera það? Ég var reyndar ekkert að fylgjast með þessu á lokaholunum og sá ekki fyrr en ég var búin að ég hafði lent í öðru sæti.“ Og hvernig leið Valdísi Þóru þá? „Bara vel. Það var bara fínt.“ Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ársins 2016 verður minnst sem árs margra frábærra íþróttaafreka, ekki síst hjá íslenskum kvenkylfingum. Valdís Þóra Jónsdóttir kórónaði frábært ár er hún tryggði sér annað sætið á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Þar með er ljóst að hún mun keppa við marga af bestu kylfingum Evrópu og heimsins alls á sterkum mótum á næsta ári. Valdís Þóra fetar þar með í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem vann þetta sama afrek fyrir ári. Ólafía Þórunn mun reyndar ekki keppa á Evrópumótaröðinni á næsta ári þar sem hún komst í gegnum úrtökumótin fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi. Ekki leikur nokkur vafi á því að þarna er um að ræða tvo bestu kvenkylfinga Íslands. Er nærtækast að líta til árangurs þeirra á Íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Báðar bættu þær vallarmet og báðar voru með betra skor en Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistarinn í karlaflokki. Ólafía Þórunn bar sigur úr býtum á mótinu með því að spila á ellefu höggum undir pari, tveimur betur en Valdís Þóra sem var í forystu fyrir lokahringinn. Þess ber að geta að næsti kylfingur var fjórtán höggum á eftir Valdísi Þóru – slíkir voru yfirburðirnir.Ná betri stjórn á tilfinningunum Þetta var í fjórða sinn sem Valdís Þóra reyndi að komast á Evrópumótaröðina en spilamennska hennar um helgina gefur til kynna að hún hafi tekið miklum framförum og sé reiðubúin að ná enn lengra á nýju ári. Hún varð fyrir því óláni í fyrra að veikjast skömmu fyrir mótið og það dró úr henni allan mátt að hennar sögn. „Ég missti allan kraft þegar komið var fram á fjórða hring í fyrra. En þetta var allt annað og miklu betra núna, bæði líkamlega og andlega. Ég hef unnið mikið með íþróttasálfræðingi og það er að skila sér núna. Árið var ef til vill ekki frábært en það var fínt að enda það svona vel,“ segir hún. Valdís Þóra segir að hún hafi viljað styrkja andlega þáttinn til að ná betri stjórn á tilfinningum sínum. „Ég vildi ekki fara of hátt þegar vel gengur og ekki of langt niður þegar illa gengur. Ég hef líka þroskast með árunum og það endurspeglast í minni spilamennsku.“Aldrei á jafn lágu skori Eins og sjá má hér fyrir neðan var spilamennska Valdísar Þóru frábær á mótinu. Hún var fjóra hringi undir pari og þann fimmta á pari. „Ég hef aldrei verið á svona lágu skori áður og ég hef verið að sjá mikla lækkun í meðalskori yfir allt árið.“ Hún segir að næsta ár hafi verið algjörlega óráðið hjá sér, þegar enn var óljóst hvort hún kæmist á Evrópumótaröðina. „Ég var alls ekkert á því að fara að gefast upp. En það var minna stress á mér og ég kom hingað til að njóta þess að spila. Ég ætla að halda mínu striki á næsta ári og halda áfram að vinna í að bæta mig á öllum sviðum með þjálfurunum mínum. Þá hlýtur þetta allt saman að fara að smella.“Valdís Þóra hefur tekið miklum framförum að undanförnu.mynd/gsíBrjóta ísinn fyrir aðra Hún segir að árangur Ólafíu Þórunnar á árinu hafi verið henni hvatning. Hún hafi viljað sýna að hún sé einnig fær um að ná langt á stóra sviðinu. „Ég samgladdist henni mjög enda hefur hún náð algjörlega frábærum árangri. En ég þurfti aðeins að sanna mig og sýna að ég væri ekki mörgum gæðaflokkum fyrir neðan hana. Ég tel að ég sé jafn góð og hún og að við séum tveir bestu kvenkylfingar landsins,“ segir hún. „Við erum nú að brjóta ísinn fyrir aðra íslenska kylfinga – sýna að þetta er hægt þrátt fyrir að við komum frá Íslandi.“ Þeir sem komast inn á Evrópumótaröðina í gegnum úrtökumót fá ekki sjálfkrafa keppnisrétt á öllum mótum. Það sýndi sig á þessu ári þegar Ólafía Þórunn komst aðeins inn á sex mót. Það gæti þó skipt máli að Valdís Þóra hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu því það setur hana ofarlega á biðlista fyrir mót. „Ég stefndi á að vera á meðal fimmtán efstu fyrir mót en Hlynur Geir [Hjartarson, þjálfari Valdísar] hvatti mig til þess að stefna enn hærra – á topp tíu eða jafnvel topp fimm. Af hverju ætti ég ekki að gera það? Ég var reyndar ekkert að fylgjast með þessu á lokaholunum og sá ekki fyrr en ég var búin að ég hafði lent í öðru sæti.“ Og hvernig leið Valdísi Þóru þá? „Bara vel. Það var bara fínt.“
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira