Danir eiga þrjá af þeim efnilegustu í heimi en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 14:30 Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ hefur eins og í fyrra valið hundrað bestu fótboltamenn heims sem eru 21 árs og yngri en leikmennirnir koma víðsvegar að úr heiminum. Ísland á hinsvegar engan leikmann á lista ólíkt Norðurlandaþjóðunum Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danir virðast vera afar vel settir með framtíðarlandslið sitt því alls eru þrír danskir leikmenn á þessum lista. Svíar og Norðmenn verða að láta sér nægja að vera bara með einn leikmann. Danirnir þrír á listanum eru þeir Kasper Dolberg hjá Ajax, Andrew Hjulsager hjá Bröndby IF og Marcus Ingvartsen hjá FC Nordsjælland. Svíinn er Alexander Isak hjá AIK og Norðmaðurinn er Sander Berge hjá Valerenga. Danir eru sem dæmi með fleiri leikmenn en Englendingar en einu ensku leikmennirnir á listanum eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Lewis Baker hjá Chelsea. Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ notar sama fyrirkomulag og þegar spænska blaðið Don Balon valdi efnilegustu fótboltamenn heimsins. Tólf Frakkar eru á listanum og eru franskur fótbolti með nokkra yfirburðarstöðu hvað varðar flesta menn á listanum. Fimm leikmenn koma frá bæði Þýskalandi og Spáni en aðrar þjóðir eiga færri menn. Á listanum eru leikmenn sem eru þegar komnir að hjá bestu liðum Evrópu. Þetta eru menn eins og þeir Gabriel Jesus og Kelechi Iheanacho hjá Manchester City, Ousmane Dembélé, Christian Pulisic og Julian Weigl hjá Borussia Dortmund, Joshua Kimmich hjá Bayern München, Héctor Bellerín og Alex Iwobi hjá Arsenal og þeir Manuel Locatelli, Alessio Romagnoli og Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan. Það að enginn Íslendingur sé á listanum er þó engin dauðadómur fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni sem leggur alltaf meiri áherslu á liðsheildina en einstaklingana. Vonandi tekst þó íslenskum fótboltamönnum á þessum aldrei að skapa sér nafni í heimsfótboltanum í framtíðinni.Það er hægt að nálgast allan listann með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ hefur eins og í fyrra valið hundrað bestu fótboltamenn heims sem eru 21 árs og yngri en leikmennirnir koma víðsvegar að úr heiminum. Ísland á hinsvegar engan leikmann á lista ólíkt Norðurlandaþjóðunum Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danir virðast vera afar vel settir með framtíðarlandslið sitt því alls eru þrír danskir leikmenn á þessum lista. Svíar og Norðmenn verða að láta sér nægja að vera bara með einn leikmann. Danirnir þrír á listanum eru þeir Kasper Dolberg hjá Ajax, Andrew Hjulsager hjá Bröndby IF og Marcus Ingvartsen hjá FC Nordsjælland. Svíinn er Alexander Isak hjá AIK og Norðmaðurinn er Sander Berge hjá Valerenga. Danir eru sem dæmi með fleiri leikmenn en Englendingar en einu ensku leikmennirnir á listanum eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Lewis Baker hjá Chelsea. Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ notar sama fyrirkomulag og þegar spænska blaðið Don Balon valdi efnilegustu fótboltamenn heimsins. Tólf Frakkar eru á listanum og eru franskur fótbolti með nokkra yfirburðarstöðu hvað varðar flesta menn á listanum. Fimm leikmenn koma frá bæði Þýskalandi og Spáni en aðrar þjóðir eiga færri menn. Á listanum eru leikmenn sem eru þegar komnir að hjá bestu liðum Evrópu. Þetta eru menn eins og þeir Gabriel Jesus og Kelechi Iheanacho hjá Manchester City, Ousmane Dembélé, Christian Pulisic og Julian Weigl hjá Borussia Dortmund, Joshua Kimmich hjá Bayern München, Héctor Bellerín og Alex Iwobi hjá Arsenal og þeir Manuel Locatelli, Alessio Romagnoli og Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan. Það að enginn Íslendingur sé á listanum er þó engin dauðadómur fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni sem leggur alltaf meiri áherslu á liðsheildina en einstaklingana. Vonandi tekst þó íslenskum fótboltamönnum á þessum aldrei að skapa sér nafni í heimsfótboltanum í framtíðinni.Það er hægt að nálgast allan listann með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira