Segja leikkonurnar hafa skrifað undir samning um þriðju Sex and the City-myndina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 14:00 Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“ Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira