Ronda Rousey mun ekki mæta á blaðamannafund fyrir UFC 207 bardagakvöldið.
Ronda snýr aftur í búrið 30. desember þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga í bantamvigtinni.
Þetta er fyrsti bardagi Rondu síðan hún tapaði óvænt fyrir Holly Holm í nóvember 2015.
Ronda var ósátt við þá umfjöllun sem hún fékk eftir tapið fyrir Holm og hefur þess vegna ákveðið að sniðganga fjölmiðla á fjölmiðladeginum svokallaða á miðvikudaginn.
Hvorki Ronda né Nunes ætla að mæta á blaðamannafundinn og þá verður engin opin æfing hjá Rondu.
Ronda hefur að mestu haft hægt um sig í aðdraganda UFC 207 og hafnað flestum viðtalsbeiðnum. Hún hefur þó mætt í spjallþætti hjá Ellen DeGeneres og Conan O'Brian.
Ronda mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir UFC 207
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

