Vegir eins og í þriðjaheimsríki Benedikt Bóas skrifar 28. desember 2016 06:00 Þörf er á að auka fjármagn til innviða og auka fræðslu til að vegir landsins geti talist öruggir. 17 hafa látist í bílslysum á árinu. vísir/vilhelm Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira