Verð helst að fá mér rollur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:30 "Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Björk bjartsýn. Vísir/Stefán Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016. Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016.
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira