Vegaþjónusta í lágmarki yfir áramót þrátt fyrir aukna umferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mest verður þjónustan á vegum á suðvesturhorninu í kringum höfuðborgina. vísir/gva Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent