Fólk skilur ekki af hverju Retro Stefson er að hætta Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:35 Retro Stefson á æfingu fyrir lokatónleikana. Vísir/Ernir Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira