Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. desember 2016 15:34 UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira