Bíó og sjónvarp

Ný stikla Assassins Creed lofar góðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú eru einungis nokkrir dagar í að við fáum að sjá tilraun Hollywood til að heimsækja söguheim hinna vinsælu tölvuleikja Assassins Creed. Ný stikla var birt í gær og er óhætt að segja að hún lofar góðu.

Myndin fjallar um Callum Lynch, sem leikinn er af Michael Fassbender, en honum er rænt af vondu fólki sem ætlar sér að nota minningar forföðurs hans til að stjórna mannkyninu. Söguþráðurinn virðist ekki vera ósvipaður söguþræði fyrsta leiksins.

Sögusvið myndarinnar er þó spænski rannsóknarrétturinn en í leikurinn fjallaði að miklu leyti um Helga landið á tímum krossferðanna.

Assassins Creed verður frumsýnd 21. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×