Hallgrímskirkjuklukkur hringja hvorki inn jól né nýtt ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 12:30 Ekki er vitað hvenær hægt verður að skipta út búnaðnum, að sögn framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju. vísir/anton brink Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50