Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2016 20:00 Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00