Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:45 Nokkrir af þeim sem komu við sögu í umfangsmestu dómsmálum ársins í viðskiptalífinu. Vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent