Stefán Karl gjafmildur eftir að hafa orðið óvænt internet-stjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2016 14:00 Donald Trump í gervi Stefáns Karls. Vísir Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið Donald Trump Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið
Donald Trump Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira