Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2016 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. vísir/eyþór „Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við. Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
„Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við.
Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira