Hermenn myrða íbúa á heimilum í Aleppo Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. desember 2016 07:00 Íbúar í Aleppo hafa margir fagnað sigri stjórnarhersins á uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira
Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira