Chris Caird: „Ég elska íslenska lífstílinn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 07:00 Chris Caird er að spila frábærlega fyrir Tindastól og er ein besta skytta deildarinnar. vísir/Anton Brink „Það hefur tekið smá tíma fyrir mig að komast almennilega í gang líkamlega en þetta er allt að koma. Mér líður vel,“ segir Chris Caird, leikmaður Tindastóls í Domino’s-deild karla í körfubolta. Þessu 27 ára gamli Englendingur hefur farið á kostum með Stólunum í vetur eftir að hann gekk í raðir liðsins frá FSu á Selfossi. Caird er að skora 19 stig að meðaltali í leik og er ein allra besta skyttan í deildinni. Hann er að hitta úr 46 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna en þessi fjölhæfi framherji getur jafnt skotið fyrir utan sem og ráðist að körfunni. Með hann í fantaformi og góða spilamennsku liðsins í heild sinni eru Sauðkrækingar búnir að vinna fimm leiki í röð og eru ásamt KR og Stjörnunni á toppi deildarinnar. „Við áttum í vandræðum með að finna einkenni okkar sem lið framan af leiktíð þar sem svo mikið af nýjum leikmönnum er í liðinu. Hér var traustur hópur heimamanna en svo komum við Björgvin og fleiri inn í þetta. Eftir að við skiptum um útlending og fengum Antonio Hester inn erum við búnir að finna okkar lið og okkar einkenni. Okkur finnst gaman að spila körfubolta saman og ég held að það sjáist á leik okkar,“ segir Chris.Senegalarnir algjörir fagmenn Tindastólsliðið var búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur í fyrstu sex umferðunum en talað var eins og Skagfirðingar væru í krísuástandi enda við miklu búist af liðinu sem styrkti sig mikið fyrir tímabilið. Stór hluti gagnrýninnar beindist að senegalska miðherjanum Mamadou Samb og varamanni hans, Pape Seck, sem síðar voru látnir fara en liðið hefur ekki tapað leik síðan. „Samb og Sack voru báðir miklir atvinnumenn og létu aldrei sjá á sér að þessi gagnrýni færi fyrir brjóstið á þeim. Þeir tækluðu þetta eins og algjörir fagmenn og létu pressuna til dæmis frá Körfuboltakvöldi ekki hafa áhrif á sig. Þeir komu sterkir á æfingu á hverjum degi. Þetta eru frábærir strákar og engin egó. Það kom mér á óvart að þeir voru látnir fara en ég get ekki kvartað yfir komu Antonios. Það er ekki hægt,“ segir Chris, en enginn hefur grætt meira á komu bandaríska miðherjans en hann sjálfur. „Hann tekur svo mikið til sín undir körfunni og er frábær sendingamaður. Þetta er bara góður leikmaður sem öll lið í deildinni eiga erfitt með að dekka í teignum. Við skotmennirnir njótum góðs af komu hans,“ segir Chris.graf/guðmundur snærLífið ljúft í alvöru körfuboltabæ Englendingurinn öflugi kom fyrst til Íslands árið 2008 og gekk í raðir akademíu FSu á Selfossi. Hann var þar til 2010 en kom svo aftur í fyrra. Nú er hann fluttur á Sauðárkrók og nýtur lífsins þar þó fjarlægðin frá höfuðborginni sé kannski aðeins of mikil. „Það er rosalega gott að búa hérna. Það er ekki mikill munur á Selfossi og Sauðárkróki þannig það breyttist ekki mikið. Það versta er hvað það er langt til Reykjavíkur,“ segir Caird sem hefur gaman af því hve körfuboltinn er í miklum metum í bænum. „Þetta er alveg frábært samfélag þar sem allt snýst um körfubolta. Maður fer ekki út í búð án þess að einhver hrósi manni fyrir góðan leik eða spyrji hvort maður sé klár í þann næsta. Þetta er allt annað en á Selfossi sem er alls enginn körfuboltabær. Þar fengum við ekki mikinn stuðning þrátt fyrir að vera eina liðið í bænum í efstu deild. Það var svolítið svekkjandi.“Chris Caird vildi komast frá Daventry og endaði á Íslandi.vísir/anton brinkFlúði heimabæinn Chris Caird er ekkert stórborgarbarn og því eðlilegt að hann njóti sín á Sauðárkróki. Hann er fæddur og uppalinn í bænum Daventry á Englandi, harðkjarnabæ 120 km norðvestur af Lundúnum. Flestir tengja England við fótbolta og fæstir við körfubolta svo að hvernig kom til að hann lagði körfuna fyrir sig? „Ég var aldrei í fótbolta. Ég var kannski ekki bestur í löppunum,“ segir Chris og hlær. „Tennis og golf voru mínar íþróttir en körfuboltann lagði ég alfarið fyrir mig þegar ég var 16 ára gamall. Hann var mín leið til að komast burt úr bænum.“ Englendingurinn bakkar aðeins þegar blaðamaður gengur á hann með flóttann frá Daventry. Var hann í slæmum félagsskap eða hvað var málið? „Lífsstíll heimamanna var ekki eitthvað sem mér líkaði og því þurfti ég að koma mér burt. Maður getur lent í slæmum félagsskap alls staðar en það eru töluvert meiri líkur á því að lenda í slíku í mínum heimabæ,“ segir Chris. Að æfa körfu í Daventry er ekki auðvelt. „Þarna er engin körfuboltaaðstaða. Ef maður vill spila er einn völlur sem þarf að borga tíu pund held ég til að spila á í klukkutíma. Síðasta útikarfan er líka farin veit ég. Ég þurfti að taka tvo strætóa til að komast á æfingu,“ segir hann, en Chris spilaði með sýsluliðinu sínu sem var töluverðan spotta frá heimili hans. Þá er gott að eiga góða að. „Ég verð að gefa mömmu „shout out“,“ segir Chris eins og sannur körfuboltamaður. „Hún studdi mig alltaf í körfunni og fór með mig á æfingar þannig að ég þurfti ekki oft að taka strætó. Ég á henni mikið að þakka. Nú býr hún á Selfossi þannig að ég er með stuðning hennar hér á Íslandi líka.“Englendingurinn er tveggja barna faðir og elskar að ala upp börnin á Sauðárkróki.vísir/gettyElskar Ísland Chris spilar sem Íslendingur í deildinni hér heima þar sem hann hefur verið með lögheimili í nokkur ár og þá er hann kvæntur íslenskri konu sem hann hitti á síðasta ári sínu hjá FSu áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Saman eiga hjónin fimm ára strák og tveggja ára stelpu en Chris verður æ meiri Íslendingur. „Ég elska Ísland og íslenska lífsstílinn og ég mun verða áfram á Sauðárkróki næstu árin,“ segir Chris, en hver eru framtíðarplönin? „Það óráðið. Ég vil fara í masters-nám á einhverjum tímapunkti hvort sem það verður í Reykjavík, á Englandi eða annars staðar. Ég geri bara það sem er best fyrir fjölskyldu mína. Núna er ég ekkert að vinna heldur bara einbeita mér að körfuboltanum. Körfubolta vil ég spila eins lengi og ég get en hvað gerist svo eftir ferilinn á eftir að koma í ljós,“ segir hann.Chris horfði á leikinn fræga í Hreiðrinu í Nice á sportbar á Selfossi.vísir/gettyErfitt að vera á Íslandi þegar England tapaði Þrátt fyrir að elska Ísland viðurkennir Chris að hann hélt með Englandi þegar liðin mættust á EM í fótbolta síðasta sumar. „Three Lions ‘til I die,“ segir Chris og vitnar til merkis enska knattspyrnusambandsins sem er þrjú ljón. „Ég vildi alls ekki að þau myndu mæta hvort öðru. Það var erfitt að vera á sportbar á Selfossi þegar leikurinn fór fram.“ Ég var alveg látinn vita að Ísland vann leikinn þá og næstu vikurnar. Stór hluti fagnaðarlátanna beindist að mér. Ég var samt mjög ánægður fyrir hönd íslenska liðsins og Íslendinga. Þeir áttu þetta svo sannarlega skilið,“ segir Chris Caird. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Það hefur tekið smá tíma fyrir mig að komast almennilega í gang líkamlega en þetta er allt að koma. Mér líður vel,“ segir Chris Caird, leikmaður Tindastóls í Domino’s-deild karla í körfubolta. Þessu 27 ára gamli Englendingur hefur farið á kostum með Stólunum í vetur eftir að hann gekk í raðir liðsins frá FSu á Selfossi. Caird er að skora 19 stig að meðaltali í leik og er ein allra besta skyttan í deildinni. Hann er að hitta úr 46 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna en þessi fjölhæfi framherji getur jafnt skotið fyrir utan sem og ráðist að körfunni. Með hann í fantaformi og góða spilamennsku liðsins í heild sinni eru Sauðkrækingar búnir að vinna fimm leiki í röð og eru ásamt KR og Stjörnunni á toppi deildarinnar. „Við áttum í vandræðum með að finna einkenni okkar sem lið framan af leiktíð þar sem svo mikið af nýjum leikmönnum er í liðinu. Hér var traustur hópur heimamanna en svo komum við Björgvin og fleiri inn í þetta. Eftir að við skiptum um útlending og fengum Antonio Hester inn erum við búnir að finna okkar lið og okkar einkenni. Okkur finnst gaman að spila körfubolta saman og ég held að það sjáist á leik okkar,“ segir Chris.Senegalarnir algjörir fagmenn Tindastólsliðið var búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur í fyrstu sex umferðunum en talað var eins og Skagfirðingar væru í krísuástandi enda við miklu búist af liðinu sem styrkti sig mikið fyrir tímabilið. Stór hluti gagnrýninnar beindist að senegalska miðherjanum Mamadou Samb og varamanni hans, Pape Seck, sem síðar voru látnir fara en liðið hefur ekki tapað leik síðan. „Samb og Sack voru báðir miklir atvinnumenn og létu aldrei sjá á sér að þessi gagnrýni færi fyrir brjóstið á þeim. Þeir tækluðu þetta eins og algjörir fagmenn og létu pressuna til dæmis frá Körfuboltakvöldi ekki hafa áhrif á sig. Þeir komu sterkir á æfingu á hverjum degi. Þetta eru frábærir strákar og engin egó. Það kom mér á óvart að þeir voru látnir fara en ég get ekki kvartað yfir komu Antonios. Það er ekki hægt,“ segir Chris, en enginn hefur grætt meira á komu bandaríska miðherjans en hann sjálfur. „Hann tekur svo mikið til sín undir körfunni og er frábær sendingamaður. Þetta er bara góður leikmaður sem öll lið í deildinni eiga erfitt með að dekka í teignum. Við skotmennirnir njótum góðs af komu hans,“ segir Chris.graf/guðmundur snærLífið ljúft í alvöru körfuboltabæ Englendingurinn öflugi kom fyrst til Íslands árið 2008 og gekk í raðir akademíu FSu á Selfossi. Hann var þar til 2010 en kom svo aftur í fyrra. Nú er hann fluttur á Sauðárkrók og nýtur lífsins þar þó fjarlægðin frá höfuðborginni sé kannski aðeins of mikil. „Það er rosalega gott að búa hérna. Það er ekki mikill munur á Selfossi og Sauðárkróki þannig það breyttist ekki mikið. Það versta er hvað það er langt til Reykjavíkur,“ segir Caird sem hefur gaman af því hve körfuboltinn er í miklum metum í bænum. „Þetta er alveg frábært samfélag þar sem allt snýst um körfubolta. Maður fer ekki út í búð án þess að einhver hrósi manni fyrir góðan leik eða spyrji hvort maður sé klár í þann næsta. Þetta er allt annað en á Selfossi sem er alls enginn körfuboltabær. Þar fengum við ekki mikinn stuðning þrátt fyrir að vera eina liðið í bænum í efstu deild. Það var svolítið svekkjandi.“Chris Caird vildi komast frá Daventry og endaði á Íslandi.vísir/anton brinkFlúði heimabæinn Chris Caird er ekkert stórborgarbarn og því eðlilegt að hann njóti sín á Sauðárkróki. Hann er fæddur og uppalinn í bænum Daventry á Englandi, harðkjarnabæ 120 km norðvestur af Lundúnum. Flestir tengja England við fótbolta og fæstir við körfubolta svo að hvernig kom til að hann lagði körfuna fyrir sig? „Ég var aldrei í fótbolta. Ég var kannski ekki bestur í löppunum,“ segir Chris og hlær. „Tennis og golf voru mínar íþróttir en körfuboltann lagði ég alfarið fyrir mig þegar ég var 16 ára gamall. Hann var mín leið til að komast burt úr bænum.“ Englendingurinn bakkar aðeins þegar blaðamaður gengur á hann með flóttann frá Daventry. Var hann í slæmum félagsskap eða hvað var málið? „Lífsstíll heimamanna var ekki eitthvað sem mér líkaði og því þurfti ég að koma mér burt. Maður getur lent í slæmum félagsskap alls staðar en það eru töluvert meiri líkur á því að lenda í slíku í mínum heimabæ,“ segir Chris. Að æfa körfu í Daventry er ekki auðvelt. „Þarna er engin körfuboltaaðstaða. Ef maður vill spila er einn völlur sem þarf að borga tíu pund held ég til að spila á í klukkutíma. Síðasta útikarfan er líka farin veit ég. Ég þurfti að taka tvo strætóa til að komast á æfingu,“ segir hann, en Chris spilaði með sýsluliðinu sínu sem var töluverðan spotta frá heimili hans. Þá er gott að eiga góða að. „Ég verð að gefa mömmu „shout out“,“ segir Chris eins og sannur körfuboltamaður. „Hún studdi mig alltaf í körfunni og fór með mig á æfingar þannig að ég þurfti ekki oft að taka strætó. Ég á henni mikið að þakka. Nú býr hún á Selfossi þannig að ég er með stuðning hennar hér á Íslandi líka.“Englendingurinn er tveggja barna faðir og elskar að ala upp börnin á Sauðárkróki.vísir/gettyElskar Ísland Chris spilar sem Íslendingur í deildinni hér heima þar sem hann hefur verið með lögheimili í nokkur ár og þá er hann kvæntur íslenskri konu sem hann hitti á síðasta ári sínu hjá FSu áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Saman eiga hjónin fimm ára strák og tveggja ára stelpu en Chris verður æ meiri Íslendingur. „Ég elska Ísland og íslenska lífsstílinn og ég mun verða áfram á Sauðárkróki næstu árin,“ segir Chris, en hver eru framtíðarplönin? „Það óráðið. Ég vil fara í masters-nám á einhverjum tímapunkti hvort sem það verður í Reykjavík, á Englandi eða annars staðar. Ég geri bara það sem er best fyrir fjölskyldu mína. Núna er ég ekkert að vinna heldur bara einbeita mér að körfuboltanum. Körfubolta vil ég spila eins lengi og ég get en hvað gerist svo eftir ferilinn á eftir að koma í ljós,“ segir hann.Chris horfði á leikinn fræga í Hreiðrinu í Nice á sportbar á Selfossi.vísir/gettyErfitt að vera á Íslandi þegar England tapaði Þrátt fyrir að elska Ísland viðurkennir Chris að hann hélt með Englandi þegar liðin mættust á EM í fótbolta síðasta sumar. „Three Lions ‘til I die,“ segir Chris og vitnar til merkis enska knattspyrnusambandsins sem er þrjú ljón. „Ég vildi alls ekki að þau myndu mæta hvort öðru. Það var erfitt að vera á sportbar á Selfossi þegar leikurinn fór fram.“ Ég var alveg látinn vita að Ísland vann leikinn þá og næstu vikurnar. Stór hluti fagnaðarlátanna beindist að mér. Ég var samt mjög ánægður fyrir hönd íslenska liðsins og Íslendinga. Þeir áttu þetta svo sannarlega skilið,“ segir Chris Caird.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira