Handbolti

Lærisveinar Arons gefa ekkert eftir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á hliðarlínunni með Álaborg.
Aron á hliðarlínunni með Álaborg. mynd/álaborg
Álaborg er sem fyrr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur á Århus, 26-31, í Íslendingaslag.

Álaborgarliðið sterkara frá upphafi og leiddi í hálfleik, 13-15.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Álaborg sem Aron Kristjánsson þjálfar. Arnór Atlason lék ekki vegna meiðsla.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Árósarliðið og þar af komu fimm mörk af vítalínunni. Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö og Róbert Gunnarsson eitt.

Århus er níunda sæti deildarinnar en Álaborg er með tveggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×