Daníel: Auðvitað óttast ég um mína stöðu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2016 23:00 Daníel Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur. Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem ég get ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem ég get ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira