Handbolti

Er með tilboð frá stóru félagi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur segir skilið við danska landsliðið eftir HM í byrjun næsta árs.
Guðmundur segir skilið við danska landsliðið eftir HM í byrjun næsta árs. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er með tilboð frá stóru félagi sem hann veltir nú fyrir sér hvort hann eigi að taka.

„Ég veit ekki hvað gerist. Ég er með tilboð á borðinu sem ég er að íhuga hvort ég eigi að taka. En það er ýmislegt annað í lífinu en handbolti,“ sagði hinn 56 ára gamli Guðmundur í samtali við DR.

„Ég hef verið í þjálfun í 27 ár, svo það er kannski komið að þeim tímapunkti að gera eitthvað annað. En það getur einnig verið að ég semji við stórt og frábært félag. Það er einnig áhugavert,“ bætti Guðmundur við.

Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tilkynnti í nóvember að hann myndi hætta þjálfun danska liðsins eftir HM í byrjun næsta árs.

Við starfi Guðmundar tekur Nikolaj Jacobsen, sem tók einnig við af honum hjá Rhein-Neckar Löwen fyrir tveimur árum.


Tengdar fréttir

Wilbek hafnaði þýska landsliðinu

Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari dönsku karla- og kvennalandsliðanna í handbolta, afþakkaði boð þýska handknattleikssambandsins um að taka við karlalandsliðinu af Degi Sigurðssyni.

Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta

"Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári.

Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi

Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins.

Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir

Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum.

Jakobsen tekur við af Guðmundi

Danska handknattleikssambandið hefur staðfest að Nikolaj Jakobsen taki við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni.

Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur

Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×