Hefur fengist við flest svið lögfræðinnar um ævina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 09:45 Ragnar kveðst hafa lært sína lögfræði mest af eigin lestri. Vísir/GVA Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira