Valdís Þóra á parinu í Marokkó Anton Ingi Leifsson skrifar 17. desember 2016 16:00 Valdís Þóra er byrjuð að spila í Marokkó. vísir/gva Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti