Afar stressuð fyrir kossinn í Love Actually sem var fyrsti kossinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 17:00 Joanna smellir kossi á kinn Sam Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. Óhætt er að segja að hún sé orðin fastagestur á skjám fólks víða um heim en myndin skartar einvala liði leikara og er afar vinsæl. Þrettán ár eru liðin síðan myndin kom út. Flestir þekkja vel til myndarinnar sem fjallar um ástina frá ýmsum sjónarhornum, ómögulega ást, ást barna, ást efri stétta við þá neðri og þar fram eftir götunum. Olson leikur hina ungu Joönnu sem skólabróðir hennar Sam fellur fyrir. Til að gera langa sögu stutta þá endar þeirra saga fallega og smellir Joanna meðal annars kossi á kinn hins unga Sam, sem er handviss að hann er ástfanginn af henni. Thomas Brodie-Sangster fór með hlutverk Sam í myndinni. „Þetta var fyrsti kossinn minn, og á skjánum líka,“ segir Olson í viðtali við E-online sem má sjá hér að neðan. „Ég var mjög stressuð af því ég var pínulítið skotin í Thomas á sínum tíma og svo hafði ég líka áhyggjur af því ég var hávaxnari en hann,“ segir Olson. „Það er frábært að fyrsta myndin sem ég lék í varð að sígildri jólamynd,“ segir Olson. Það sé spennandi að fólk sé enn að tala um myndina. Olson minnist ráða sem Emma Thompson, sem fer með hlutverk í myndinni, deildi með leikurunum ungu hvernig maður ætti að fara að því að gráta. Thompson leikur konu sem lendir í því að eiginmaður hennar fer að sýna yngri konu áhuga. Olson hefur eftir Emmu: „Ég set mig í spor þess sem ég leik, ég hugsa ekki um neitt sorglegt. Ég hugsa bara um það hvernig mér myndi líða ef eiginmaður minn væri að halda framhjá mér.“ „Við krakkarnir í myndinni fylgdumst grannt með þegar atriðin voru skotin og við vorum full af aðdáun gagnvart henni og Alan Rickman,“ segir Olson. Rickman leikur eiginmann Thompson. Að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. Óhætt er að segja að hún sé orðin fastagestur á skjám fólks víða um heim en myndin skartar einvala liði leikara og er afar vinsæl. Þrettán ár eru liðin síðan myndin kom út. Flestir þekkja vel til myndarinnar sem fjallar um ástina frá ýmsum sjónarhornum, ómögulega ást, ást barna, ást efri stétta við þá neðri og þar fram eftir götunum. Olson leikur hina ungu Joönnu sem skólabróðir hennar Sam fellur fyrir. Til að gera langa sögu stutta þá endar þeirra saga fallega og smellir Joanna meðal annars kossi á kinn hins unga Sam, sem er handviss að hann er ástfanginn af henni. Thomas Brodie-Sangster fór með hlutverk Sam í myndinni. „Þetta var fyrsti kossinn minn, og á skjánum líka,“ segir Olson í viðtali við E-online sem má sjá hér að neðan. „Ég var mjög stressuð af því ég var pínulítið skotin í Thomas á sínum tíma og svo hafði ég líka áhyggjur af því ég var hávaxnari en hann,“ segir Olson. „Það er frábært að fyrsta myndin sem ég lék í varð að sígildri jólamynd,“ segir Olson. Það sé spennandi að fólk sé enn að tala um myndina. Olson minnist ráða sem Emma Thompson, sem fer með hlutverk í myndinni, deildi með leikurunum ungu hvernig maður ætti að fara að því að gráta. Thompson leikur konu sem lendir í því að eiginmaður hennar fer að sýna yngri konu áhuga. Olson hefur eftir Emmu: „Ég set mig í spor þess sem ég leik, ég hugsa ekki um neitt sorglegt. Ég hugsa bara um það hvernig mér myndi líða ef eiginmaður minn væri að halda framhjá mér.“ „Við krakkarnir í myndinni fylgdumst grannt með þegar atriðin voru skotin og við vorum full af aðdáun gagnvart henni og Alan Rickman,“ segir Olson. Rickman leikur eiginmann Thompson. Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira