Auðvelt að finna réttu gjöfina Elín Albertsdóttir skrifar 19. desember 2016 11:00 Tara er ekki í neinum vandræðum með að leiðbeina körlum um réttu gjöfina handa dömunni. Mynd/GVA Tara Brekkan Pétursdóttir förðunarfræðingur hefur haldið úti bloggsíðu og verið með námskeið í heimahúsum þar sem hún aðstoðar konur með förðun. Einnig er Tara með netsíðuna torutrix.is. Tara veit vel hvað ungar sem eldri konur vilja í jólapakkann. Allar konur geta bætt á sig snyrtivörum og Tara segir að það ætti að vera auðvelt að finna réttu gjöfina. „Að vísu fer þetta svolítið eftir aldri konunnar en það er alltaf mjög gott að fá snyrtivörur að gjöf. Það er yndislegt að fá maska eða góð andlitskrem. Góður andlitsmaski er nauðsynlegur fyrir konur sem vilja hugsa vel um húðina. Sömuleiðis baðsalt eða sturtusápa. Mig langar mikið í glimmervaraliti og -augnskugga. Glimmer verður mikið í tísku í vetur. Þá get ég nefnt „highlighter“ sem er púður með glansi og gefur húðinni fallegan ljóma. Svo eru möttu varalitirnir mjög vinsælir núna í flestum litum. Þeir nefnast Liquid Matte Lipstick og eru mjög fallegir. Þess má geta að litur ársins 2017 er karrígulur,“ segir Tara. „Fyrir jólin er hægt að fá alls kyns gjafakassa með ýmsum húðvörum. Ef mönnum finnst erfitt að velja snyrtivörur fyrir kærustu eða eiginkonu þá er gjafakassinn mjög fín gjöf. Ég myndi samt frekar mæla með að velja vönduð krem eða förðunarvörur, til dæmis góða förðunarbursta. Konan verður svo ánægð þegar hún sér að kærastinn hefur haft fyrir því að velja réttu gjöfina. Eldri konur væru ábyggilegar þakklátar að fá vönduð krem með kollageni. Þetta eru dýr og fín krem en mjög góð til að halda æskuljómanum,“ segir Tara. Hún segir best fyrir karlmenn að fara í sérverslanir með snyrtivörur því þar fái þeir góða leiðsögn með kaupin. „Svo er auðvitað alltaf frábært að fá dekurpakka á snyrtistofu í jólagjöf. Það gæti verið andlitsmeðferð, til dæmis með súrefnishjálmi en það endurnærir húðina. Þá er sniðugt að gefa handsnyrtingu eða naglameðferð. Yngri konur yrðu ánægðar með augnháralengingu. Það er ótrúlegt framboð af alls kyns snyrtimeðferðum. Mér finnst Ísland mjög framarlega á þessu sviði og við fylgjumst vel með því sem er að gerast úti í heimi,“ segir Tara.Tískulitur í förðun á næsta ári er karrígulur. Hann verður í augnskuggum, varalitum og naglalökkum. Sömuleiðis má búast við að hann verði vinsæll í fatnaði næsta sumars.Hún bendir á mikið úrval af íslenskum húðvörum sem séu unnar úr handtíndum íslenskum jurtum og séu virkilega flottar og góðar vörur. „Það er auðvitað frábært að styrkja íslenska framleiðslu fremur en þá innfluttu. Ég veit að kollagen frá Feel Iceland er mjög góða vara. Sömuleiðis get ég bent á baðsaltið frá Angan sem gefur manni dásamlega slökun í baði og húðin verður silkimjúk,“ segir Tara. „Ég myndi vilja fá svona baðsalt í jólagjöf ásamt rómantísku kerti.“ Tara er með vefinn torutrix.is þar sem hún gefur góð ráð í förðun. Hún er auk þess með sölu á förðunarvörum ásamt því að mæta í kvennaboð með kennslu. Sjálf segist hún vera mikið jólabarn og alveg að verða búin að öllu fyrir jólin. Þegar hún er spurð hvað sé efst á jólagjafalistanum þessi jólin segist hún vera nægjusöm. „Spegill með ljósi á snyrtiborðið væri æðisleg gjöf.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól
Tara Brekkan Pétursdóttir förðunarfræðingur hefur haldið úti bloggsíðu og verið með námskeið í heimahúsum þar sem hún aðstoðar konur með förðun. Einnig er Tara með netsíðuna torutrix.is. Tara veit vel hvað ungar sem eldri konur vilja í jólapakkann. Allar konur geta bætt á sig snyrtivörum og Tara segir að það ætti að vera auðvelt að finna réttu gjöfina. „Að vísu fer þetta svolítið eftir aldri konunnar en það er alltaf mjög gott að fá snyrtivörur að gjöf. Það er yndislegt að fá maska eða góð andlitskrem. Góður andlitsmaski er nauðsynlegur fyrir konur sem vilja hugsa vel um húðina. Sömuleiðis baðsalt eða sturtusápa. Mig langar mikið í glimmervaraliti og -augnskugga. Glimmer verður mikið í tísku í vetur. Þá get ég nefnt „highlighter“ sem er púður með glansi og gefur húðinni fallegan ljóma. Svo eru möttu varalitirnir mjög vinsælir núna í flestum litum. Þeir nefnast Liquid Matte Lipstick og eru mjög fallegir. Þess má geta að litur ársins 2017 er karrígulur,“ segir Tara. „Fyrir jólin er hægt að fá alls kyns gjafakassa með ýmsum húðvörum. Ef mönnum finnst erfitt að velja snyrtivörur fyrir kærustu eða eiginkonu þá er gjafakassinn mjög fín gjöf. Ég myndi samt frekar mæla með að velja vönduð krem eða förðunarvörur, til dæmis góða förðunarbursta. Konan verður svo ánægð þegar hún sér að kærastinn hefur haft fyrir því að velja réttu gjöfina. Eldri konur væru ábyggilegar þakklátar að fá vönduð krem með kollageni. Þetta eru dýr og fín krem en mjög góð til að halda æskuljómanum,“ segir Tara. Hún segir best fyrir karlmenn að fara í sérverslanir með snyrtivörur því þar fái þeir góða leiðsögn með kaupin. „Svo er auðvitað alltaf frábært að fá dekurpakka á snyrtistofu í jólagjöf. Það gæti verið andlitsmeðferð, til dæmis með súrefnishjálmi en það endurnærir húðina. Þá er sniðugt að gefa handsnyrtingu eða naglameðferð. Yngri konur yrðu ánægðar með augnháralengingu. Það er ótrúlegt framboð af alls kyns snyrtimeðferðum. Mér finnst Ísland mjög framarlega á þessu sviði og við fylgjumst vel með því sem er að gerast úti í heimi,“ segir Tara.Tískulitur í förðun á næsta ári er karrígulur. Hann verður í augnskuggum, varalitum og naglalökkum. Sömuleiðis má búast við að hann verði vinsæll í fatnaði næsta sumars.Hún bendir á mikið úrval af íslenskum húðvörum sem séu unnar úr handtíndum íslenskum jurtum og séu virkilega flottar og góðar vörur. „Það er auðvitað frábært að styrkja íslenska framleiðslu fremur en þá innfluttu. Ég veit að kollagen frá Feel Iceland er mjög góða vara. Sömuleiðis get ég bent á baðsaltið frá Angan sem gefur manni dásamlega slökun í baði og húðin verður silkimjúk,“ segir Tara. „Ég myndi vilja fá svona baðsalt í jólagjöf ásamt rómantísku kerti.“ Tara er með vefinn torutrix.is þar sem hún gefur góð ráð í förðun. Hún er auk þess með sölu á förðunarvörum ásamt því að mæta í kvennaboð með kennslu. Sjálf segist hún vera mikið jólabarn og alveg að verða búin að öllu fyrir jólin. Þegar hún er spurð hvað sé efst á jólagjafalistanum þessi jólin segist hún vera nægjusöm. „Spegill með ljósi á snyrtiborðið væri æðisleg gjöf.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól