Lilja Dögg hefur áhyggjur af stöðu mála í Aleppo: Ráðuneytið leitar eftir auknu fjármagni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. desember 2016 20:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja. Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja.
Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira