Lilja Dögg hefur áhyggjur af stöðu mála í Aleppo: Ráðuneytið leitar eftir auknu fjármagni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. desember 2016 20:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja. Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja.
Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent