Gauti rappar rapp og Maggi leikstýrir leikstjórn Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. desember 2016 14:00 Gauti ætlar að tvinna saman verslun, partí og frumsýningu í Húrra Reykjavík í kvöld – en leikar hefjast klukkan sex. Mynd/Magnús Leifsson Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda „Það er lítið hægt að segja frá myndbandinu án þess að skemma fyrir – en það er allavega ekki beint söguþráður?… er fólk enn að hafa söguþráð í myndböndum? Allavega er þessu leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, en hann er orðinn vel þekktur íslenskur leikstjóri. Hann hefur líka getið sér gott orð í myndlist á undan því – alls konar myndlist: grafískri hönnun og úðabrúsalist,“ segir Gauti um nýjasta myndband sitt sem er við lagið Svona er þetta af nýjustu plötunni sinni, 17. nóvember. Magnús Leifsson hefur leikstýrt þó nokkrum frábærum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið mikla athygli. Hann gerði myndbandið við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur og einni lagið Tarantúlur frá sömu hljómsveit og hlaut fyrir það Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014.Emmsjé Gauti hefur ekki setið auðum höndum þetta árið. Vísir/Hanna„Myndbandið er jafn fullt af leik og lagið – lagið er einhvern veginn allt og ekkert, bara ég að rappa rapp og myndbandið er í raun Maggi að leika sér í kring um lagið; að leikstýra leikstjórn. Síðast þegar við Maggi unnum saman varð vídeóið Strákarnir til. Við höfum alveg haft það bak við eyrað að vinna saman aftur. Það var bara þegar þessi plata kom út og hann heyrði þetta lag „dibsaði“ hann það og sagði „ég vil gera vídeó við þetta“. Ég hef engar áhyggjur af því að fólk fíli ekki útkomuna; Maggi hefur einstakt auga – bæði fyrir staðsetningum og litum. Hann sér hlutina öðruvísi en aðrir og hefur náð að skap sérstöðu með sínum stíl.“Geturðu gefið okkur smá vísbendingu um hvernig myndband þetta er – er það leikið? „Það eru leikarar í vídeóinu en ég vil ekki segja hverjir það eru,“ segir Gauti en gefur í skyn að þarna gætu verið einhverjir gestir, mögulega svipað og í myndbandinu Strákarnir – en þar var nánast öll íslenska rappsenan í heimsókn.Verður eitthvað gert í tilefni þessarar útgáfu? „Þegar ég gaf út Vagg og veltu gerði ég vörur í kringum útgáfuna í leiðinni og ég fór í uppáhalds fatabúðina mína – Húrra Reykjavík því að mér datt í hug hvort að það væri ekki gaman að opna verslun inn í verslun, svona pop-up verslun. Ég sé yfirleitt bara sjálfur um að selja vörurnar ásamt umboðsskrifstofunni minni auk þess sem það er hægt að panta þær á emmsje.is en það er bara skemmtilegra fyrir fólk að geta mátað og prúttað og svona. Þessi pop-up verslun verður á sama tíma og frumsýningarpartíið í Húrra. Það verður DJ og einhverjir drykkir og ég var búinn að lofa skrúfusnakki. Vídjóið verður sýnt á slaginu sjö og eftir það verða einhver „raps“. Partíið byrjar klukkan sex og það er ágætt fyrir fólk sem er búið að kaupa plötuna að mæta þá og fá „five“ og áritun á gripinn.“ Þess má geta að partíið fer fram í kvenfataverslun Húrra sem er til húsa að Hverfisgötu 78.Magnús pælir mikið í litum og staðsetningu eins og sést bersýnilega í þessu skoti úr myndbandinu. Tónlist Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards Myndbandið „Birds of Paradise“ með hljómsveitinni Milkywhale fær þrjár tilnefningar. Tveir aðrir Íslendingar eiga í tilnefningum þetta árið. 1. apríl 2016 15:57 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda „Það er lítið hægt að segja frá myndbandinu án þess að skemma fyrir – en það er allavega ekki beint söguþráður?… er fólk enn að hafa söguþráð í myndböndum? Allavega er þessu leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, en hann er orðinn vel þekktur íslenskur leikstjóri. Hann hefur líka getið sér gott orð í myndlist á undan því – alls konar myndlist: grafískri hönnun og úðabrúsalist,“ segir Gauti um nýjasta myndband sitt sem er við lagið Svona er þetta af nýjustu plötunni sinni, 17. nóvember. Magnús Leifsson hefur leikstýrt þó nokkrum frábærum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið mikla athygli. Hann gerði myndbandið við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur og einni lagið Tarantúlur frá sömu hljómsveit og hlaut fyrir það Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014.Emmsjé Gauti hefur ekki setið auðum höndum þetta árið. Vísir/Hanna„Myndbandið er jafn fullt af leik og lagið – lagið er einhvern veginn allt og ekkert, bara ég að rappa rapp og myndbandið er í raun Maggi að leika sér í kring um lagið; að leikstýra leikstjórn. Síðast þegar við Maggi unnum saman varð vídeóið Strákarnir til. Við höfum alveg haft það bak við eyrað að vinna saman aftur. Það var bara þegar þessi plata kom út og hann heyrði þetta lag „dibsaði“ hann það og sagði „ég vil gera vídeó við þetta“. Ég hef engar áhyggjur af því að fólk fíli ekki útkomuna; Maggi hefur einstakt auga – bæði fyrir staðsetningum og litum. Hann sér hlutina öðruvísi en aðrir og hefur náð að skap sérstöðu með sínum stíl.“Geturðu gefið okkur smá vísbendingu um hvernig myndband þetta er – er það leikið? „Það eru leikarar í vídeóinu en ég vil ekki segja hverjir það eru,“ segir Gauti en gefur í skyn að þarna gætu verið einhverjir gestir, mögulega svipað og í myndbandinu Strákarnir – en þar var nánast öll íslenska rappsenan í heimsókn.Verður eitthvað gert í tilefni þessarar útgáfu? „Þegar ég gaf út Vagg og veltu gerði ég vörur í kringum útgáfuna í leiðinni og ég fór í uppáhalds fatabúðina mína – Húrra Reykjavík því að mér datt í hug hvort að það væri ekki gaman að opna verslun inn í verslun, svona pop-up verslun. Ég sé yfirleitt bara sjálfur um að selja vörurnar ásamt umboðsskrifstofunni minni auk þess sem það er hægt að panta þær á emmsje.is en það er bara skemmtilegra fyrir fólk að geta mátað og prúttað og svona. Þessi pop-up verslun verður á sama tíma og frumsýningarpartíið í Húrra. Það verður DJ og einhverjir drykkir og ég var búinn að lofa skrúfusnakki. Vídjóið verður sýnt á slaginu sjö og eftir það verða einhver „raps“. Partíið byrjar klukkan sex og það er ágætt fyrir fólk sem er búið að kaupa plötuna að mæta þá og fá „five“ og áritun á gripinn.“ Þess má geta að partíið fer fram í kvenfataverslun Húrra sem er til húsa að Hverfisgötu 78.Magnús pælir mikið í litum og staðsetningu eins og sést bersýnilega í þessu skoti úr myndbandinu.
Tónlist Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards Myndbandið „Birds of Paradise“ með hljómsveitinni Milkywhale fær þrjár tilnefningar. Tveir aðrir Íslendingar eiga í tilnefningum þetta árið. 1. apríl 2016 15:57 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30
Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards Myndbandið „Birds of Paradise“ með hljómsveitinni Milkywhale fær þrjár tilnefningar. Tveir aðrir Íslendingar eiga í tilnefningum þetta árið. 1. apríl 2016 15:57
Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00
Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57