Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2016 06:00 Taílenskir munkar búa sig undir bænahald við málverk af Vajiralongkorn, sem tekur væntanlega formlega við af föður sínum í dag eða á morgun. Fréttablaðið/EPA Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki. Kóngafólk Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki.
Kóngafólk Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira