Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2016 06:00 Taílenskir munkar búa sig undir bænahald við málverk af Vajiralongkorn, sem tekur væntanlega formlega við af föður sínum í dag eða á morgun. Fréttablaðið/EPA Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki. Kóngafólk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki.
Kóngafólk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent