Handbolti

Jakobsen tekur við af Guðmundi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikolaj Jacobsen gerði Rhein-Neckar Löwen að þýskum meisturum í fyrra.
Nikolaj Jacobsen gerði Rhein-Neckar Löwen að þýskum meisturum í fyrra. vísir/getty
Danska handknattleikssambandið hefur staðfest að Nikolaj Jakobsen taki við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni.

Ráðningin hefur legið lengi í loftinu en hún var endanlega staðfest í dag.

Jakobsen skrifaði undir fjögurra ára samning við danska handknattleikssambandið en hann mun stýra landsliðinu samhliða starfi sínu hjá þýsku meisturunum í Rhein-Neckar Löwen. Jakobsen tók einnig við Löwen af Guðmundi fyrir rúmum tveimur árum.

„Það er mikill heiður að fá að þjálfa landsliðið. Þetta er spennandi starf sem býðst ekki oft,“ sagði Jakobsen sem tekur formlega við starfinu 1. ágúst 2017.

Jakobsen var á sínum tíma leikmaður í fremstu röð og lék 148 landsleiki á árunum 1991-2003.

Guðmundur, sem gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst, kveður danska landsliðið eftir HM í Frakklandi í byrjun næsta árs.


Tengdar fréttir

Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi

Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins.

Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur

Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×