Smákökurnar slógu í gegn Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. desember 2016 10:30 Gestirnir úr Vinaminni ásamt gestgjöfum sínum. Nemendur Sunnulækjarskóla á Selfossi bökuðu smákökur og gáfu fólki úr Vinaminni sem er dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma í tilefni árlegrar góðgerðarviku í skólanum. „Ákveðið var að baka góðar og gamaldags smákökur eins og haframjölskökur, vanilluhringi og hálfmána,“ segir María Maronsdóttir heimilisfræðikennari sem aðstoðaði krakkana við baksturinn. Hún bætir við að eftir að kökurnar voru tilbúnar hafi þeim verið pakkað inn og hver poki var skreyttur með perluðu jólatrésskrauti sem nemendurnir perluðu sjálfir. María sýnir nemendum sínum réttu handtökin við baksturinn. Nokkrir strákar úr áttunda bekk tóku svo á móti fólkinu úr Vinaminni og buðu því upp á kaffi, kakó og smákökur. „Ég veit ekki hverjir voru spenntari yfir þessum hittingi, strákarnir eða fólkið frá Vinaminni. Allavega skein gleðin úr hverju andliti og kynslóðirnar sátu og spjölluðu saman. Við kvöddum svo gestina með fullum kassa af smákökum og meðfylgjandi eru uppskriftir að þeim,“ segir María og brosir.Haframjölskökur með Rice Krispies1 dl olía2 dl sykur1 dl púðursykur2 egg½ tsk. matarsódi¼ tsk. lyftiduft½ tsk. vanilludropar3 dl haframjöl2½ dl hveiti2 dl Rice Krispies eða kornflex1 dl súkkulaðispænir Hitið ofninn í 175 °C. Hrærið olíu og sykur þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropum í og eggjunum einu í senn og hrærið vel í á milli. Blandið hveiti, matarsóda og lyftidufti í, þá haframjöli og Rice Krispies eða kornflexi. Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír. Hafið kúlurnar frekar litlar. Bakið í átta til tíu mínútur, ofarlega í ofninum. Geymið í vel lokuðu íláti í kæli eða í frosti. Vanilluhringir 350 g smjör 250 g sykur 1 egg 500 g hveiti ½ tsk. hjartasalt 2 tsk. vanilludropar Allt hnoðað vel saman (ég nota hnoðarann í hrærivélinni) og deigið kælt. Ágætt er að geyma deigið yfir nótt í ísskáp. Deigið er svo sett í hakkavél og notað stjörnuform til að fá rétt lag á kökurnar. Deigið kemur út í lengjum og er skorið í bita og búnir til hringir sem síðan eru bakaðir við 180 gráður (á blæstri) í um sjö mínútur. Það er einnig hægt að sprauta deiginu með kökusprautu ef gamla góða hakkavélin með mynstrinu er ekki til staðar.Hálfmánar ömmu Dúnu500 g hveiti250 g sykur370 g smjörlíki2 egg1 tsk. lyftiduft1 tsk. sítrónudroparÞurrefnunum blandað saman. Vætið í með eggi, mjólk og dropum. Smjörlíkið mulið saman við og hnoðað vel. Deigið rúllað þunnt út á hveitistráðu borði. Kringlóttar kökur skornar út með glasi eða móti. Rabarbarasulta sett á hverja köku, hún brotin saman og þrýst á brúnirnar með gaffli. Gæta þarf þess að setja ekki of mikið af sultu á kökurnar því þá geta þær sprungið. Bakað við 180°C í tíu til tólf mínútur. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin
Nemendur Sunnulækjarskóla á Selfossi bökuðu smákökur og gáfu fólki úr Vinaminni sem er dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma í tilefni árlegrar góðgerðarviku í skólanum. „Ákveðið var að baka góðar og gamaldags smákökur eins og haframjölskökur, vanilluhringi og hálfmána,“ segir María Maronsdóttir heimilisfræðikennari sem aðstoðaði krakkana við baksturinn. Hún bætir við að eftir að kökurnar voru tilbúnar hafi þeim verið pakkað inn og hver poki var skreyttur með perluðu jólatrésskrauti sem nemendurnir perluðu sjálfir. María sýnir nemendum sínum réttu handtökin við baksturinn. Nokkrir strákar úr áttunda bekk tóku svo á móti fólkinu úr Vinaminni og buðu því upp á kaffi, kakó og smákökur. „Ég veit ekki hverjir voru spenntari yfir þessum hittingi, strákarnir eða fólkið frá Vinaminni. Allavega skein gleðin úr hverju andliti og kynslóðirnar sátu og spjölluðu saman. Við kvöddum svo gestina með fullum kassa af smákökum og meðfylgjandi eru uppskriftir að þeim,“ segir María og brosir.Haframjölskökur með Rice Krispies1 dl olía2 dl sykur1 dl púðursykur2 egg½ tsk. matarsódi¼ tsk. lyftiduft½ tsk. vanilludropar3 dl haframjöl2½ dl hveiti2 dl Rice Krispies eða kornflex1 dl súkkulaðispænir Hitið ofninn í 175 °C. Hrærið olíu og sykur þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropum í og eggjunum einu í senn og hrærið vel í á milli. Blandið hveiti, matarsóda og lyftidufti í, þá haframjöli og Rice Krispies eða kornflexi. Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír. Hafið kúlurnar frekar litlar. Bakið í átta til tíu mínútur, ofarlega í ofninum. Geymið í vel lokuðu íláti í kæli eða í frosti. Vanilluhringir 350 g smjör 250 g sykur 1 egg 500 g hveiti ½ tsk. hjartasalt 2 tsk. vanilludropar Allt hnoðað vel saman (ég nota hnoðarann í hrærivélinni) og deigið kælt. Ágætt er að geyma deigið yfir nótt í ísskáp. Deigið er svo sett í hakkavél og notað stjörnuform til að fá rétt lag á kökurnar. Deigið kemur út í lengjum og er skorið í bita og búnir til hringir sem síðan eru bakaðir við 180 gráður (á blæstri) í um sjö mínútur. Það er einnig hægt að sprauta deiginu með kökusprautu ef gamla góða hakkavélin með mynstrinu er ekki til staðar.Hálfmánar ömmu Dúnu500 g hveiti250 g sykur370 g smjörlíki2 egg1 tsk. lyftiduft1 tsk. sítrónudroparÞurrefnunum blandað saman. Vætið í með eggi, mjólk og dropum. Smjörlíkið mulið saman við og hnoðað vel. Deigið rúllað þunnt út á hveitistráðu borði. Kringlóttar kökur skornar út með glasi eða móti. Rabarbarasulta sett á hverja köku, hún brotin saman og þrýst á brúnirnar með gaffli. Gæta þarf þess að setja ekki of mikið af sultu á kökurnar því þá geta þær sprungið. Bakað við 180°C í tíu til tólf mínútur.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin