Lára fagnar allri umræðu um náttúruna: „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 15:45 Lára Ómarsdóttir hefur kynnt þekkt og minna þekkt náttúruundur fyrir landsmönnum á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15