Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 22:00 Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði. Vísir/Getty Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira