Var það svo bara ekkert gott fyrir Arsenal að vinna loksins riðilinn í Meistaradeildinni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:45 Liðsmenn Arsenal fagna í gær. Vísir/Getty Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00
Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30
33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36