Gladbach-menn voru áhorfendur á Nývangi í gær og sáu Barca setja sendingamet Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 08:30 Fengu ekki að vera með. vísir/getty Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira