Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 15:30 Þó svo Cyborg hafi verið veikburða þá gat hún fagnað sigri í annarri lotu. Hún hafði þó ekki orku í viðtöl. vísir/getty Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“ MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira