Sport

Stelpurnar bættu Íslandsmetið um næstum því sjö sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur þegar sett þrjú Íslandsmet á HM.
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur þegar sett þrjú Íslandsmet á HM. Vísir/EPA
Íslenska boðssundsveitin hafnaði í fjórtánda sæti í 4x50 metra fjórsund kvenna á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Windsor í Kananda.

Íslenska sveitin kom í mark á  1:49.41 mínútum en gamla Íslandsmetið átti sveit SH og var það orðið fimm ára gamalt.

Gamla metið var sund upp á 1:56.23 mínútur og bætti íslenska HM-sveitin því Íslandsmetið um næstum því sjö sekúndur.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti fyrst baksund, þá Hrafnhildur Lúthersdóttir bringusund, svo synti Bryndís Rún Hansen flugsund og loks endaði Jóhanna Gerða Gústafsdóttir á því að synda skriðsund.  

Hrafnhildur Lúthersdóttir er þar með búin að stinga sér þrisvar sinnum í laugina á heimsmeistaramótinu og hún hefur sett Íslandsmet í öll þrjú skiptin.

Hrafnhildur tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi í gær þegar hún varð þrettánda.

Íslenska sveitin var níu sekúndubrotum eftir á austurrísku sveitinni sem var næst á undan en meiri en tveimur sekúndum á undan sveit Hong Kong sem endaði í fimmtánda sæti af þeim tuttugu boðssundsveitum sem tóku þátt.

Átta sveitir komust í úrslitin og var sveit Kanada með besta tímann. Bandaríkin, Danmörk, Ítalía, Rússland, Japan, Kína og Ástralía eiga líka sveit í úrslitasundinu.




Tengdar fréttir

Eygló Ósk komst ekki í undanúrslit

Íþróttamaður ársins, Eygló Ósk Gústafsdóttir, komst ekki í undanúrslit í 100 metra baksundi í dag á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer þessa dagana í Windsor í Kanada.

Annað Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi öðru sinni á HM í 25 metra laug í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×