S-Kórea sektar Volkswagen um 3,5 milljarða fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:09 Dísilvél í Volkswagen bíl. Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent