S-Kórea sektar Volkswagen um 3,5 milljarða fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:09 Dísilvél í Volkswagen bíl. Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent